Tíska og hönnun

Nýjasta nýtt frá París í Næs

Verslunin Næs er næs tískuverslun sem var stofnuð fyrir þremur árum í bílskúr eins þriggja eigenda verslunarinnar. Fyrir tveimur árum fluttist Næs svo í Grafarvoginn, nánar tiltekið á Foldatorg 1-3.

Það er ekki algengt að tískuverslanir séu reknar í úthverfum borgarinnar en nokkrar lifa þó góðu lífi og reksturinn hjá Næs gengur vel.

Verslunin leitast við að þjóna sem breiðustum aldurshópi en helstu viðskiptavinirnir eru konur frá aldrinum 30 ára og upp úr.

Á boðstólum eru bæði hversdagsföt og sparifatnaður og ágætt úrval af fylgihlutum og skóm. Sem dæmi um fylgihluti voru einmitt að berast í Næs beint frá París æðisleg belti og hálsmen, flottar leðurtöskur og fallegir glitrandi klútar.

Það er aðeins annar bragur á svona úthverfaverslun en ösinni í miðbænum og verslunarmiðstöðvunum, andrúmsloftið er persónulegt og þjónustan lipur og viðkunnanleg.

Stór taska kr. 14.790
Klútur kr. 3.600,Jakki kr. 6.900,Bolur kr. 5.900,Hálsmen kr. 3.800 Belti kr. 2.800,Pils kr. 6.900 ,Taska kr. 6.900
Ljósblár toppur kr. 12.390





Fleiri fréttir

Sjá meira


×