Kolbrún Pálína með lítinn gullmola 9. febrúar 2005 00:01 "Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira