Innlent

Óvíst hvort ríkið höfði mál

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvort ríkið höfði skaðabótamál gegn olíufélögunum vegna samráðs þeirra. Fjármálaráðherra segir að réttarstaða ríkisins verði skoðuð. Það var Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði ráðherrann um málið á Alþingi í dag og rakti sjö tilvik þar sem ríkið hafi verið þolandi í samráði olíufélaganna. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að farið yrði í saumana á málinu og réttarstaða ríkisins athuguð. Engar ákvarðanir hafi hins vegar ekki verið teknar um hugsanlegan málarekstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×