Hörð valdabarátta innan Framsóknar 28. janúar 2005 00:01 Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira