Íhuga dómsmál til leiðréttingar 28. janúar 2005 00:01 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira