Krefst 94 milljóna af Arngrími 24. janúar 2005 00:01 Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?