Fylgjast með ferðum til Íslands 12. janúar 2005 00:01 Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira