Lífið

Háð karlmönnum

Nicole Kidman hefur viðurkennt að vera háð "líkamsvexti karlmanna," en heldur að henni sé kannski ætlað að eyða ævinni ein. "Það væri mjög auðvelt að segja að ég óskaði að ég hrifist af konum, en ég geri það ekki. Ég meina ég elska konur en líkamlega gera þær ekki neitt fyrir mig. Ég elska hvernig karlmaður hugsar. Ég elska það hvernig karlmaður lyktar og hvernig hann lítur út. Ég er gjörsamlega ánetjuð líkamsvexti karlmanna!" segir Kidman í viðtali við Playboy. Hún neitar þar að ræða fyrrverandi eiginmann sinn, Tom Cruise, sem hún kallar Thomas vegna mikillar virðingar sinnar í hans garð. Hún segist aldrei munu koma fram á rauða dreglinum nema "með manneskju sem ég hef ákveðið að eyða ævinni með" og lýsir hennar fullkomna manni sem "heillandi manneskju, þolinmóðum og einhverjum sem leitar að öðruvísi hlutum." Hún bætir þó við: "Kannski er mér ætlað að eyða ævinni ein." Aðspurð hvort hún myndi aftur verða ástfangin af leikara segir hún: "Nei aldrei nokkurn tíma!" Kidman hefur nýlega verið orðuð við fyrrverandi kærasta Liz Hurley, milljónerann Steve Bing.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.