Hrafninn í sjóræningjaútgáfu 13. október 2005 15:20 "Mig óraði ekki fyrir því að myndin væri þetta eftirsóknarverð. Það segir mér bara að einhver vill horfa á myndina og það er ánægjulegt að einhver hafi áhuga á henni," segir Hrafn. Notendur vefsvæðisins PirateBay.org eru mishrifnir af kvikmyndinni. Á spjallsvæði notenda segjast sumir hafa leitað lengi að myndinni og að hún sé "költ" á meðan aðrir segjast ekki skilja hvernig fólk geti hrifist af henni; leikurinn, tónlistin, kvikmyndatakan og fleira séu arfaslök. "Ég er skíthræddur að kvalitetið og formið á myndinni fari til spillis í sjóræningjaútgáfunni. Það fer meðal annars úr köntunum á henni. Þetta er eins og með bootleg-tökur af lögum, þú færð aldrei sömu gæðin," segir Hrafn. "Myndin virðist klassísk að því leyti að hún er alltaf að skjóta upp kollinum á furðulegustu stöðum." Hrafn vinnur nú sjálfur að útgáfu myndarinnar á DVD-disk fyrir alþjóðlegan markað. Á ensku ber myndin nafnið When the Raven Flies. "Ég ætla að semja um að hún komi út á sem flestum tungumálum. Ég er búinn að semja um að hún komi út með spænsku, ensku og frönsku tali, allt eftir vali áhorfenda, auk þess sem hægt verður að kalla fram texta á kínversku, sænsku, þýsku og arabísku. Það er skemmtilegast þegar myndin er döbbuð (talsett). Hún var döbbuð á þýsku á sínum tíma en ég finn þá útgáfu því miður ekki." Á DVD-diskinum, sem er væntanlegur um páska, verður einnig að finna ýtarefni, þar á meðal upprunalegu tónlistina og viðtöl við leikara um gerð myndarinnar. Hrafn óttast ekki samkeppnina við sjóræningjamarkaðinn: "Ég býst við að þeir sem tryggi sér sjóræningjaútgáfuna muni einnig fá sér DVD-diskinn þegar hann kemur út." Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Mig óraði ekki fyrir því að myndin væri þetta eftirsóknarverð. Það segir mér bara að einhver vill horfa á myndina og það er ánægjulegt að einhver hafi áhuga á henni," segir Hrafn. Notendur vefsvæðisins PirateBay.org eru mishrifnir af kvikmyndinni. Á spjallsvæði notenda segjast sumir hafa leitað lengi að myndinni og að hún sé "költ" á meðan aðrir segjast ekki skilja hvernig fólk geti hrifist af henni; leikurinn, tónlistin, kvikmyndatakan og fleira séu arfaslök. "Ég er skíthræddur að kvalitetið og formið á myndinni fari til spillis í sjóræningjaútgáfunni. Það fer meðal annars úr köntunum á henni. Þetta er eins og með bootleg-tökur af lögum, þú færð aldrei sömu gæðin," segir Hrafn. "Myndin virðist klassísk að því leyti að hún er alltaf að skjóta upp kollinum á furðulegustu stöðum." Hrafn vinnur nú sjálfur að útgáfu myndarinnar á DVD-disk fyrir alþjóðlegan markað. Á ensku ber myndin nafnið When the Raven Flies. "Ég ætla að semja um að hún komi út á sem flestum tungumálum. Ég er búinn að semja um að hún komi út með spænsku, ensku og frönsku tali, allt eftir vali áhorfenda, auk þess sem hægt verður að kalla fram texta á kínversku, sænsku, þýsku og arabísku. Það er skemmtilegast þegar myndin er döbbuð (talsett). Hún var döbbuð á þýsku á sínum tíma en ég finn þá útgáfu því miður ekki." Á DVD-diskinum, sem er væntanlegur um páska, verður einnig að finna ýtarefni, þar á meðal upprunalegu tónlistina og viðtöl við leikara um gerð myndarinnar. Hrafn óttast ekki samkeppnina við sjóræningjamarkaðinn: "Ég býst við að þeir sem tryggi sér sjóræningjaútgáfuna muni einnig fá sér DVD-diskinn þegar hann kemur út."
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“