Þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni 9. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira