Reikna þarf dæmið til enda 14. febrúar 2005 00:01 Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason. Hús og heimili Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason.
Hús og heimili Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein