Ekkert hús án kvikinda 14. febrúar 2005 00:01 Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni." Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni."
Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira