Fjarlægur draumur sem rættist 18. júní 2005 00:01 Margfaldur Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir, er nú orðin atvinnumaður og keppir á evrópsku mótaröðinni, fyrst Íslendinga. Hún ferðast nú um heiminn og leikur golf um alla Evrópu. Hún æfir í Texasfylki yfir vetrartímann en reynir að skjótast heim til Íslands á milli móta yfir sumartímann. Magnús Halldórsson ræddi við Ólöfu um atvinnumennskuna, upphaf golfáhugans og stöðu golfsins hér á landi. Ólöf María Jónsdóttir, tuttugu ára gamall íþróttakennari og næringafræðingur úr Hafnarfirði sem búsett er ásamt unnusta sínum í Texas í Bandaríkjunum, náði þeim einstaka árangri fyrir nokkru að komast inn á evrópsku mótaröðina fyrir atvinnukylfinga í golfi, en það hefur engum öðrum Íslendingi tekist. Líf hennar hefur breyst mikið við þetta. Hún ferðast mikið til þess að taka þátt í mótum og nær því ekki að stoppa hér á Íslandi nema í stuttan tíma í einu. Áhuga Ólafar á golfi má rekja til golfbikarasafns foreldra vinkonu hennar, en það fékk hana til þess að prófa golfið. „Ég var nú svolítið ein á báti í þessu fyrst, þar sem enginn í fjölskyldu minni var í golfinu á þeim tíma. Ég varð strax heilluð af íþróttinni og náði nokkuð fljótt góðum tökum á henni. Ég byrjaði þrettán ára að stunda golf og vinn minn fyrsta Íslandsmeistaratitil fjórtán ára.“ Mikil ferðalög Ólöf María stoppar stutt við hér á Íslandi núna, því næsta mót í röðinni er í Portúgal í næstu viku og heldur hún utan á mánudag. „Þetta hefur verið mikil keyrsla að undanförnu, ég hef því sem næst lifað í ferðatöskunum allan þennan tíma sem mótaröðin hefur staðið yfir. Þetta hefur verið erfiður tími, en um leið alveg rosalega skemmtilegur,“ segir Ólöf María svolítið þreytulega, enda hefur hún ferðast mikið undanfarna mánuði. Mikil breyting hefur orðið á umhverfi kylfinga á Íslandi síðustu ár, þar sem golfvellir hafa batnað til mikilla muna. Að auki hefur iðkendafjöldi margfaldast, en nú er talið að um 30 þúsund Íslendingar stundi golf reglulega yfir sumartímann. „Öll aðstaða til golfiðkunar hefur batnað mikið hér á landi, síðan ég byrjaði. Ég man nú eftir því þegar ég byrjaði að spila að þá voru unglingar svolítið óvelkomnir á vellina. Þar sem ég var með svo svakalegan áhuga þá lenti ég stundum í því að láta hóta mér ef ég færi ekki út af bannsvæðum. En sem betur fer er þetta allt saman í góðu lagi núna. Þetta er fjölskylduíþrótt þar sem allir eiga að geta fundið sinn trausta grundvöll til þess að spila íþróttina í rólegheitum.“ Spurð að því hvernig sé best fyrir byrjendur að hefja sinn golfferil núna, þegar stanslaus örtröð er á völlunum alla daga, segir hún skynsamlegast að spila á æfingavöllum alveg fyrsta sumarið. „Þó að það sé skemmtilegast að spila á góðum völlum, þá held ég að það sé nauðsynlegt að ná góðum tökum á undirstöðuatriðum íþróttarinnar áður en farið er inn á stóru vellina. Þeir eru erfiðir og þar verður maður að geta farið þokkalega hratt yfir þar sem svo rosalegur fjöldi er á öllum völlum hérlendis,“ segir Ólöf. Var tilbúin í atvinnumennskuna Ólöf segist hafa gert sér fljótt grein fyrir því að golfið var eitthvað sem hún vildi starfa við. „Þótt atvinnumennskan hafi verið fjarlægur draumur í upphafi þá var mér ljóst að með markvissri þjálfun og miklum metnaði þá væri þetta raunhæft. Ég fór svo til Texas í Bandaríkjunum árið 2000 til þess að æfa og stunda nám í næringafræði og þá bætti ég mig mikið. Eftir þá dvöl fannst mér ég vera komin nógu langt til þess komast á evrópsku mótaröðina. Ég komst síðan inn á mótaröðina á góðum tímapunkti, því mér fannst ég alveg tilbúin til þess að takast á við atvinnumennskuna.“ Mikill metnaður hefur einkennt æfingar Ólafar alla tíð og hún segist sjálf hafa eytt stórum hluta ævi sinnar í æfingar. Hún telur framtíðina í íslensku golfi vera bjarta. „Ég, og í rauninni margir íslenskir golfarar, hef æft vel í mörg ár. Enda er nú svo komið að við Íslendingar eigum orðið marga frambærilega kylfinga í kvenna- og karlaflokki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við eigum eftir að eiga nokkra keppendur í evrópsku mótaröðinni í framtíðinni.“ Ólöf er skráð í golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hefur stutt hana dyggilega í gegnum hennar feril. „Ég á öllu fólkinu sem starfar í Keili mikið að þakka, því án stuðnings klúbbsins í gegnum tíðina hefði ég ekki getað náð þessum árangri. En þrátt fyrir góðan stuðning frá klúbbnum mínum, KB Banka, Toyota, 66 gráðum norður og Íþróttasambandi Íslands, þá er þetta dýrt og erfitt að láta enda ná saman. Svo eru peningarnir ekkert svakalega miklir, svona í upphafi. Fyrir sigur er hægt að fá þrjár til fjórar milljónir króna, og svo talsvert minna fyrir önnur sæti. Þetta er svakalega dýrt allt saman þar sem þessu fylgja mikil ferðalög og mikill tími fer í þetta. En þótt þessu fylgi mikið álag og puð þá horfi ég björtum augum fram á veginn, því að fá þátttökurétt á mótaröðinni var eitt sinn fjarlægur draumur fyrir mér, en nú er þetta lífsviðurværi mitt. Því lít ég sem svo á að þetta sé tækfæri sem ég verði að nýta vel.“ Golf Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Margfaldur Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir, er nú orðin atvinnumaður og keppir á evrópsku mótaröðinni, fyrst Íslendinga. Hún ferðast nú um heiminn og leikur golf um alla Evrópu. Hún æfir í Texasfylki yfir vetrartímann en reynir að skjótast heim til Íslands á milli móta yfir sumartímann. Magnús Halldórsson ræddi við Ólöfu um atvinnumennskuna, upphaf golfáhugans og stöðu golfsins hér á landi. Ólöf María Jónsdóttir, tuttugu ára gamall íþróttakennari og næringafræðingur úr Hafnarfirði sem búsett er ásamt unnusta sínum í Texas í Bandaríkjunum, náði þeim einstaka árangri fyrir nokkru að komast inn á evrópsku mótaröðina fyrir atvinnukylfinga í golfi, en það hefur engum öðrum Íslendingi tekist. Líf hennar hefur breyst mikið við þetta. Hún ferðast mikið til þess að taka þátt í mótum og nær því ekki að stoppa hér á Íslandi nema í stuttan tíma í einu. Áhuga Ólafar á golfi má rekja til golfbikarasafns foreldra vinkonu hennar, en það fékk hana til þess að prófa golfið. „Ég var nú svolítið ein á báti í þessu fyrst, þar sem enginn í fjölskyldu minni var í golfinu á þeim tíma. Ég varð strax heilluð af íþróttinni og náði nokkuð fljótt góðum tökum á henni. Ég byrjaði þrettán ára að stunda golf og vinn minn fyrsta Íslandsmeistaratitil fjórtán ára.“ Mikil ferðalög Ólöf María stoppar stutt við hér á Íslandi núna, því næsta mót í röðinni er í Portúgal í næstu viku og heldur hún utan á mánudag. „Þetta hefur verið mikil keyrsla að undanförnu, ég hef því sem næst lifað í ferðatöskunum allan þennan tíma sem mótaröðin hefur staðið yfir. Þetta hefur verið erfiður tími, en um leið alveg rosalega skemmtilegur,“ segir Ólöf María svolítið þreytulega, enda hefur hún ferðast mikið undanfarna mánuði. Mikil breyting hefur orðið á umhverfi kylfinga á Íslandi síðustu ár, þar sem golfvellir hafa batnað til mikilla muna. Að auki hefur iðkendafjöldi margfaldast, en nú er talið að um 30 þúsund Íslendingar stundi golf reglulega yfir sumartímann. „Öll aðstaða til golfiðkunar hefur batnað mikið hér á landi, síðan ég byrjaði. Ég man nú eftir því þegar ég byrjaði að spila að þá voru unglingar svolítið óvelkomnir á vellina. Þar sem ég var með svo svakalegan áhuga þá lenti ég stundum í því að láta hóta mér ef ég færi ekki út af bannsvæðum. En sem betur fer er þetta allt saman í góðu lagi núna. Þetta er fjölskylduíþrótt þar sem allir eiga að geta fundið sinn trausta grundvöll til þess að spila íþróttina í rólegheitum.“ Spurð að því hvernig sé best fyrir byrjendur að hefja sinn golfferil núna, þegar stanslaus örtröð er á völlunum alla daga, segir hún skynsamlegast að spila á æfingavöllum alveg fyrsta sumarið. „Þó að það sé skemmtilegast að spila á góðum völlum, þá held ég að það sé nauðsynlegt að ná góðum tökum á undirstöðuatriðum íþróttarinnar áður en farið er inn á stóru vellina. Þeir eru erfiðir og þar verður maður að geta farið þokkalega hratt yfir þar sem svo rosalegur fjöldi er á öllum völlum hérlendis,“ segir Ólöf. Var tilbúin í atvinnumennskuna Ólöf segist hafa gert sér fljótt grein fyrir því að golfið var eitthvað sem hún vildi starfa við. „Þótt atvinnumennskan hafi verið fjarlægur draumur í upphafi þá var mér ljóst að með markvissri þjálfun og miklum metnaði þá væri þetta raunhæft. Ég fór svo til Texas í Bandaríkjunum árið 2000 til þess að æfa og stunda nám í næringafræði og þá bætti ég mig mikið. Eftir þá dvöl fannst mér ég vera komin nógu langt til þess komast á evrópsku mótaröðina. Ég komst síðan inn á mótaröðina á góðum tímapunkti, því mér fannst ég alveg tilbúin til þess að takast á við atvinnumennskuna.“ Mikill metnaður hefur einkennt æfingar Ólafar alla tíð og hún segist sjálf hafa eytt stórum hluta ævi sinnar í æfingar. Hún telur framtíðina í íslensku golfi vera bjarta. „Ég, og í rauninni margir íslenskir golfarar, hef æft vel í mörg ár. Enda er nú svo komið að við Íslendingar eigum orðið marga frambærilega kylfinga í kvenna- og karlaflokki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við eigum eftir að eiga nokkra keppendur í evrópsku mótaröðinni í framtíðinni.“ Ólöf er skráð í golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hefur stutt hana dyggilega í gegnum hennar feril. „Ég á öllu fólkinu sem starfar í Keili mikið að þakka, því án stuðnings klúbbsins í gegnum tíðina hefði ég ekki getað náð þessum árangri. En þrátt fyrir góðan stuðning frá klúbbnum mínum, KB Banka, Toyota, 66 gráðum norður og Íþróttasambandi Íslands, þá er þetta dýrt og erfitt að láta enda ná saman. Svo eru peningarnir ekkert svakalega miklir, svona í upphafi. Fyrir sigur er hægt að fá þrjár til fjórar milljónir króna, og svo talsvert minna fyrir önnur sæti. Þetta er svakalega dýrt allt saman þar sem þessu fylgja mikil ferðalög og mikill tími fer í þetta. En þótt þessu fylgi mikið álag og puð þá horfi ég björtum augum fram á veginn, því að fá þátttökurétt á mótaröðinni var eitt sinn fjarlægur draumur fyrir mér, en nú er þetta lífsviðurværi mitt. Því lít ég sem svo á að þetta sé tækfæri sem ég verði að nýta vel.“
Golf Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn