Síminn sækir 35 milljarða 9. desember 2005 03:30 Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum. Innlent Viðskipti Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira