Húrra fyrir löggunni! 11. mars 2005 00:01 Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni! Bílar Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni!
Bílar Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“