Víglína þvert yfir eldhúsborðið 29. janúar 2005 00:01 Merði Árnasyni, alþingismanni Samfylkingarinnar, er vandi á höndum. Vinir hans til margra ára - ef ekki áratuga - Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu næstu fjóra mánuði takast á um pólitískt líf eða dauða. Mörður hefur átt frumkvæði að því að fá landsfundi flokksins flýtt enn meir en orðið er og segir að jafnvel þótt kosningabaráttan yrði stytt um mánuð væri það til vinnandi: "Það yrði á hvorugt þeirra hallað". Mörður hefur enn ekki gert upp hug sinn og segist ekki munu gera það fyrr en nær muni draga. Margar Samfylkingarfjölskyldur eru klofnar í afstöðu sinni. Og allir eru sammála um að sá klofningur eigi eftir að aukast. Mörður bendir á að þarna sé tekin mjög tilfinningaleg afstaða: "Það er mjög erfitt að sjá ákveðna hópar fylkja sér undir merki frambjóðendanna eftir tilteknum straumum, aldri, kyni, búsetu og alls ekki eftir því hvar menn voru í gömlu flokkunum." Óskar Guðmundsson blaðamaður er sérfróður um málefni vinstrihreyfingarinnar og hann talar um klofning við eldhúsborðið. Hann bendir á úr hve líku umhverfi Ingibjörg Sólrún og Össur séu sprottin og á þá ekki aðeins við að makar þeirra Árný og Hjörleifur Sveinbjörnsbörn séu systkini: "Þau voru bæði leiðtogar róttækra stúdenta og hafa meira eða minna verið í sömu kreðsum þótt þau hafi ekki orðið flokkssystkini fyrr en tiltölulega nýlega." Það er ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að boðið sé fram á móti sitjandi formanni í stjórnmálaflokki. Langoftast hefur það gerst í Alþýðuflokknum og oft var það varaformaður sem hjólaði í formann sinn þótt ekki væri það regla. Þannig steypti Kjartan Jóhannsson Benedikt Gröndal, Jón Baldvin Kjartani og Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að leika sama leikinn við Jón Baldvin, að ekki sé minnst á uppgjör Hannibals Valdimarssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar og svo Hannibals og Haraldar Guðmundssonar. Í hinum helsta forvera Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokki, og síðar Alþýðubandalagi tíðkaðist ekki að bítast um formannsembætti. "Formaður mátti bara sitja tvö kjörtímabil í Alþýðubandalaginu og það leysti vandann að hluta," segir Óskar Guðmundsson, höfundur sögu Alþýðubandalagsins. Engu að síður varð Ólafur Ragnar Grímsson formaður eftir hatramma baráttu gegn Sigríði Stefánsdóttur - fulltrúa "flokkseigendaklíkunnar" - og Margrét Frímannsdóttir arftaki hans eftir afdrifaríkan kosningasigur gegn Steingrími J. Sigfússyni. Þetta kom ekki upp á af eðlilegum ástæðum í formannslausum Kvennalista Kosningin á milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar fyrsta kosning á milli formanns og varaformanns í íslenskum stjórnmálaflokki í hálfan annan áratug. Óskar Guðmundsson bendir á að ekki sé jafn langsótt og ætla mætti að bera þessar kosningar saman: "Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson voru vinir og komu úr sama hópi í flokknum, rétt eins og Össur og Ingibjörg Sólrún." Og raunar er það ekki einsdæmi að kosið sé á milli venslaðra vina og nægir að horfa til Danmerkur. Þar vék Poul Nyrup Rasmussen ekki aðeins úr leiðtogasæti jafnaðarmanna fyrir Mogens Lykketoft heldur vék einnig fyrir honum í hjónarúminu því Lykketoft tók saman við fyrri konu forvera síns. Lykketoft á nú á brattann að sækja í kosningabaráttunni í Danmörku, sem stendur aðeins í mánuð. Baráttan í Samfylkingunni mun að óbreyttu standa í fjóra mánuði og þar er ást við innbyrðis jafnt í fjölskyldu sem stjórnmálaflokki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Merði Árnasyni, alþingismanni Samfylkingarinnar, er vandi á höndum. Vinir hans til margra ára - ef ekki áratuga - Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu næstu fjóra mánuði takast á um pólitískt líf eða dauða. Mörður hefur átt frumkvæði að því að fá landsfundi flokksins flýtt enn meir en orðið er og segir að jafnvel þótt kosningabaráttan yrði stytt um mánuð væri það til vinnandi: "Það yrði á hvorugt þeirra hallað". Mörður hefur enn ekki gert upp hug sinn og segist ekki munu gera það fyrr en nær muni draga. Margar Samfylkingarfjölskyldur eru klofnar í afstöðu sinni. Og allir eru sammála um að sá klofningur eigi eftir að aukast. Mörður bendir á að þarna sé tekin mjög tilfinningaleg afstaða: "Það er mjög erfitt að sjá ákveðna hópar fylkja sér undir merki frambjóðendanna eftir tilteknum straumum, aldri, kyni, búsetu og alls ekki eftir því hvar menn voru í gömlu flokkunum." Óskar Guðmundsson blaðamaður er sérfróður um málefni vinstrihreyfingarinnar og hann talar um klofning við eldhúsborðið. Hann bendir á úr hve líku umhverfi Ingibjörg Sólrún og Össur séu sprottin og á þá ekki aðeins við að makar þeirra Árný og Hjörleifur Sveinbjörnsbörn séu systkini: "Þau voru bæði leiðtogar róttækra stúdenta og hafa meira eða minna verið í sömu kreðsum þótt þau hafi ekki orðið flokkssystkini fyrr en tiltölulega nýlega." Það er ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að boðið sé fram á móti sitjandi formanni í stjórnmálaflokki. Langoftast hefur það gerst í Alþýðuflokknum og oft var það varaformaður sem hjólaði í formann sinn þótt ekki væri það regla. Þannig steypti Kjartan Jóhannsson Benedikt Gröndal, Jón Baldvin Kjartani og Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að leika sama leikinn við Jón Baldvin, að ekki sé minnst á uppgjör Hannibals Valdimarssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar og svo Hannibals og Haraldar Guðmundssonar. Í hinum helsta forvera Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokki, og síðar Alþýðubandalagi tíðkaðist ekki að bítast um formannsembætti. "Formaður mátti bara sitja tvö kjörtímabil í Alþýðubandalaginu og það leysti vandann að hluta," segir Óskar Guðmundsson, höfundur sögu Alþýðubandalagsins. Engu að síður varð Ólafur Ragnar Grímsson formaður eftir hatramma baráttu gegn Sigríði Stefánsdóttur - fulltrúa "flokkseigendaklíkunnar" - og Margrét Frímannsdóttir arftaki hans eftir afdrifaríkan kosningasigur gegn Steingrími J. Sigfússyni. Þetta kom ekki upp á af eðlilegum ástæðum í formannslausum Kvennalista Kosningin á milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar fyrsta kosning á milli formanns og varaformanns í íslenskum stjórnmálaflokki í hálfan annan áratug. Óskar Guðmundsson bendir á að ekki sé jafn langsótt og ætla mætti að bera þessar kosningar saman: "Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson voru vinir og komu úr sama hópi í flokknum, rétt eins og Össur og Ingibjörg Sólrún." Og raunar er það ekki einsdæmi að kosið sé á milli venslaðra vina og nægir að horfa til Danmerkur. Þar vék Poul Nyrup Rasmussen ekki aðeins úr leiðtogasæti jafnaðarmanna fyrir Mogens Lykketoft heldur vék einnig fyrir honum í hjónarúminu því Lykketoft tók saman við fyrri konu forvera síns. Lykketoft á nú á brattann að sækja í kosningabaráttunni í Danmörku, sem stendur aðeins í mánuð. Baráttan í Samfylkingunni mun að óbreyttu standa í fjóra mánuði og þar er ást við innbyrðis jafnt í fjölskyldu sem stjórnmálaflokki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira