Sendu Baugsgögn til skattsins 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira