Slagsmál eftir dansleik á Súðavík 19. júní 2005 00:01 Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira