Sérfræðingar til varnar hundi 28. febrúar 2005 00:01 Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent