Sérfræðingar til varnar hundi 28. febrúar 2005 00:01 Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira