Ákvörðun tengist ekki formannsslag 28. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur, sem gerist deildarstjóri lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Bryndís neitar því að hún sé að rýma til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í tengslum við framboð hennar til formanns Samfylkingarinnar. Tilkynnt var um ráðningu Bryndísar Hlöðversdóttur á fundi á Bifröst í dag. Bryndís, sem er menntaður lögfræðingur, hefur starfað við þingmennsku í áratug en segist ekki hafa getað hafnað því tækifæri að fá að starfa að uppbyggingu Viðskiptaháskólans. Við ráðningu Bryndísar að Bifröst losnar þingsæti. Það sæti fær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykavíkurkjördæmi norður. Það hefur þó ekkert með ákvörðun Bryndísar að gera að hennar sögn. Bryndís segir að engin taki þá ákvörðun að víkja úr trúnaðarstarfi eins og þingmennskan sé nema á sínum eigin forsendum. Vissulega sé gott að vita að góð kona fylli skarð hennar en að öðru leyti taki hún þessa ákvörðun á eigin forsendum og ekki fyrir neinn nema sig sjálfa. Aðspurð hvort ekki sé illa komið fyrir Alþingi ef fólk kjósi heldur deildarforsetastöðu en að sitja þar sem fulltrúi þjóðar sinnar segir Bryndís að sér finnist það ekki. Deildarforsetastaða í háskóla sé mjög spennandi og miðað við þá menntun sem hún eigi að baki eigi staðan mjög vel við hana. Bryndís segist ekki fara út stjórnmálum vegna þess að henni leiðist að vera þar. Þetta hafi verið gríðarlega skemmtilegur tími og hún hafi öðlast mikla reynslu. En allt hafi sinn tíma og hún hafi setið á þingi í tíu ár og það þyki ágætur starfstími í mörgum öðrum störfum. Bryndís hefur störf á Bifröst þann 1. ágúst og þá tekur Ingibjörg Sólrún sæti hennar á Alþingi. Bryndís Hlöðversdóttir verður í ítarlegu viðtali um ákvörðun sína að víkja af Alþingi í Íslandi í bítið í fyrramálið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur, sem gerist deildarstjóri lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Bryndís neitar því að hún sé að rýma til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í tengslum við framboð hennar til formanns Samfylkingarinnar. Tilkynnt var um ráðningu Bryndísar Hlöðversdóttur á fundi á Bifröst í dag. Bryndís, sem er menntaður lögfræðingur, hefur starfað við þingmennsku í áratug en segist ekki hafa getað hafnað því tækifæri að fá að starfa að uppbyggingu Viðskiptaháskólans. Við ráðningu Bryndísar að Bifröst losnar þingsæti. Það sæti fær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykavíkurkjördæmi norður. Það hefur þó ekkert með ákvörðun Bryndísar að gera að hennar sögn. Bryndís segir að engin taki þá ákvörðun að víkja úr trúnaðarstarfi eins og þingmennskan sé nema á sínum eigin forsendum. Vissulega sé gott að vita að góð kona fylli skarð hennar en að öðru leyti taki hún þessa ákvörðun á eigin forsendum og ekki fyrir neinn nema sig sjálfa. Aðspurð hvort ekki sé illa komið fyrir Alþingi ef fólk kjósi heldur deildarforsetastöðu en að sitja þar sem fulltrúi þjóðar sinnar segir Bryndís að sér finnist það ekki. Deildarforsetastaða í háskóla sé mjög spennandi og miðað við þá menntun sem hún eigi að baki eigi staðan mjög vel við hana. Bryndís segist ekki fara út stjórnmálum vegna þess að henni leiðist að vera þar. Þetta hafi verið gríðarlega skemmtilegur tími og hún hafi öðlast mikla reynslu. En allt hafi sinn tíma og hún hafi setið á þingi í tíu ár og það þyki ágætur starfstími í mörgum öðrum störfum. Bryndís hefur störf á Bifröst þann 1. ágúst og þá tekur Ingibjörg Sólrún sæti hennar á Alþingi. Bryndís Hlöðversdóttir verður í ítarlegu viðtali um ákvörðun sína að víkja af Alþingi í Íslandi í bítið í fyrramálið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira