Innlent

Brasilíumenn af landi brott í fyrramálið

Fimm brasilískir verkamenn, sem leituðu til Samiðnar vegna vangoldinna launa í gær, fara úr landi í fyrramálið. Samiðn telur þá eiga samtals um þrjár milljónir króna hjá fyrirtækinu Nýgifsi sem þeir unnu fyrir. Mennirnir hafa gefið Samiðn umboð til að sækja launin, að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar, framkvæmdastjóra Samiðnar. Mennirnir gáfu skýrslur fyrir dómi í dag og vinnur Samiðn að málsókn gegn fyrirtækinu. Dvalarleyfi mannanna er útrunnið og það sama gildir um aðra fimm Brasilíumenn sem starfa hjá Nýgifsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×