Dansinn er mín ástríða 12. janúar 2005 00:01 "Að mínu mati er dansinn besta líkamsræktin," segir Guðrún Inga Torfadóttir dansari sem kennir freestyle-dans í líkamsræktarstöðinni Laugum. Tímarnir hjá Guðrúnu eru fyrir alla auk þess sem hún er með sérstaka tíma fyrir þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur. Samkvæmt henni þarf fólk ekki að kunna neina undirstöðu áður en það kemur í tímana enda snýst þetta mest um að hreyfa sig og hafa gaman. "Mér finnst freestyle skemmtilegasta dansformið enda er þetta mjög fjörugt," segir Guðrún Inga og bætir við að dansinn sé afar svipaður því sem við sjáum á tónlistarsjónvarpsstöðinni Mtv. Guðrún Inga kennir dansinn ásamt Nönnu Ósk Jónsdóttur dansara en þær semja allt sjálfar en fá góðan innblástur frá stjörnunum á Mtv. Guðrún Inga útskrifaðist úr nútímadansbraut Listadansskóla Íslands en hefur verið að dansa síðan hún man eftir sér og er því með afar breiðan grunn. Hún er einnig að klára lögfræðina í Háskóla Reykjavíkur og stefnir á mastersnám að því loknu. "Ég hef alltaf verið bæði í námi og skóla og þannig held ég góðu jafnvægi. Í rauninni held ég að ég gæti ekki verið án dansins því hann gefur mér svo mikið." Samkvæmt Guðrúnu Ingu eru karlmenn mun feimnari við dans heldur en kvenfólk. Hún hefur þó fengið nokkra í tíma til sín og segir þá hafa haft gaman af. "Þeir voru að fíla sig mjög vel en það vantar stórlega stráka í þetta. Mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki prófa þetta en það eru bara einhverjir fordómar hér á landi. Dans er algjörlega fyrir bæði kynin en þetta er bara einhver feimni í strákunum." Guðrún Inga býr með kærastanum sínum, Vali Sævarssyni sem kenndur er við hljómsveitina Buttercup. "Við Valur höfðum lengi kannast við hvort annað en byrjuðum ekki saman fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þannig að þetta var löng fæðing. Í rauninni leist okkur ekkert á hvort annað í byrjun, fundumst við svo ólíkar týpur, en svo kom bara allt annað í ljós." Lestu ítarlegt viðtal við Guðrúnu Ingu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Að mínu mati er dansinn besta líkamsræktin," segir Guðrún Inga Torfadóttir dansari sem kennir freestyle-dans í líkamsræktarstöðinni Laugum. Tímarnir hjá Guðrúnu eru fyrir alla auk þess sem hún er með sérstaka tíma fyrir þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur. Samkvæmt henni þarf fólk ekki að kunna neina undirstöðu áður en það kemur í tímana enda snýst þetta mest um að hreyfa sig og hafa gaman. "Mér finnst freestyle skemmtilegasta dansformið enda er þetta mjög fjörugt," segir Guðrún Inga og bætir við að dansinn sé afar svipaður því sem við sjáum á tónlistarsjónvarpsstöðinni Mtv. Guðrún Inga kennir dansinn ásamt Nönnu Ósk Jónsdóttur dansara en þær semja allt sjálfar en fá góðan innblástur frá stjörnunum á Mtv. Guðrún Inga útskrifaðist úr nútímadansbraut Listadansskóla Íslands en hefur verið að dansa síðan hún man eftir sér og er því með afar breiðan grunn. Hún er einnig að klára lögfræðina í Háskóla Reykjavíkur og stefnir á mastersnám að því loknu. "Ég hef alltaf verið bæði í námi og skóla og þannig held ég góðu jafnvægi. Í rauninni held ég að ég gæti ekki verið án dansins því hann gefur mér svo mikið." Samkvæmt Guðrúnu Ingu eru karlmenn mun feimnari við dans heldur en kvenfólk. Hún hefur þó fengið nokkra í tíma til sín og segir þá hafa haft gaman af. "Þeir voru að fíla sig mjög vel en það vantar stórlega stráka í þetta. Mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki prófa þetta en það eru bara einhverjir fordómar hér á landi. Dans er algjörlega fyrir bæði kynin en þetta er bara einhver feimni í strákunum." Guðrún Inga býr með kærastanum sínum, Vali Sævarssyni sem kenndur er við hljómsveitina Buttercup. "Við Valur höfðum lengi kannast við hvort annað en byrjuðum ekki saman fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þannig að þetta var löng fæðing. Í rauninni leist okkur ekkert á hvort annað í byrjun, fundumst við svo ólíkar týpur, en svo kom bara allt annað í ljós." Lestu ítarlegt viðtal við Guðrúnu Ingu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira