Innlent

Dómur í stórum málum

Vísir/gva

Nú klukkan fjögur mun Hæstiréttur kveða upp dóma í tveimur af helstu málum undanfarinna missera hér á landi: annars vegar Landssímamálinu svokallaða og hins vegar Líkfundarmálinu. 

Sakborningarnir þrír í Landssímamálinu, Árni Þór Vigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnar Orri Bendiktsson, krefjast sýknunar. Árni Þór og Kristján, gjarnan kenndir við sjónvarpsstöðina Skjá einn, voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar en Ragnar Orri í átta mánaða fangelsi. Fjórði sakborningurinn, Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, unir hins vegar dómi Héraðsdóms, sem hljóðaði upp á fjögurra og hálfs árs fangelsi, og afplánar hann nú refsingu sína á Litla Hrauni. 

Tveir af þremur sakborningum í Líkfundarmálinu, Grétar Sigurðsson og Jónas Ingi Ragnarsson, krefjast sýknunar en þriðji sakborningurinn, Tómas Malakauskas, fer fram á mildun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×