Ekki Halldórs að leiðrétta? 14. júní 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira