Vill þingfund fyrir áramót 29. desember 2005 13:21 Vinstri-grænir vilja kalla þing saman fyrir áramót. Formaður Samfylkingarinnar telur enn tíma til þess. MYND/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira