Valgerður þingaði með Jónínu Ben. 29. september 2005 00:01 Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira