Vonar að börn sjá ekki myndbandið 20. febrúar 2005 00:01 Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira