Settu á svið stórslys í göngum 16. apríl 2005 00:01 Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira