Settu á svið stórslys í göngum 16. apríl 2005 00:01 Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira