Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum 14. nóvember 2005 20:01 Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira