Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra 1. nóvember 2005 06:30 Íslendingar hafa aldrei notað greiðslukortin sín jafnmikið og í ár. Reikna má með því að greiðslukortafærslur Íslendinga í desember verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en í desember í fyrra. Eyðslan í desember verður tæpir 37 milljarðar, eða um 120 þúsund krónur á hvern Íslending. Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember. Innlent Viðskipti Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember.
Innlent Viðskipti Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira