Skoða mál Landhelgisgæslunnar 9. mars 2005 00:01 Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira