Skoða mál Landhelgisgæslunnar 9. mars 2005 00:01 Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira