Þjóðhetja fellur frá 3. september 2005 00:01 Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira