Þjóðhetja fellur frá 3. september 2005 00:01 Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn. Fréttir Innlent Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn.
Fréttir Innlent Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira