Gerir forvarnir erfiðari 21. desember 2004 00:01 Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira