Innlent

Íslensk sumargotssíld fyrir norðan

Komið er á daginn að síldin, sem tók upp á því um síðustu helgi að vaða í haffletinum við síldarminjasafnið í Siglufirði, var íslensk sumargotssíld en ekki norsk-íslensk síld. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur upplýsir á vefsíðu LÍÚ að hún hafi leitað norður fyrir land í ætisleit að hrygningu lokinni og sé líklega af 1999 árgerðinni. Undanfarið hafi hún víða sést vaða fyrir Norðurlandi sem séu góð tíðindi en síld hefur vart sést vaða í áratugi hér við land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×