Innlent

Fundu þýskan pilt út frá farsíma

Björgunarsveitamenn fundu undir morgun fjórtán ára þýskan pilt, sem hafði orðið viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í gærkvöldi og villst. Pilturinn var heill á húfi en illa brugðið. Feðgarnir höfðu fest bíl sinn og ætlaði pilturinn að fara fótgangandi eftir aðstoð. Það gekk hinsvegar á með þoku á svæðinu , sem torveldaði leitina , og drengnum að átta sig á staðsetningu. Björgunarsveitarmenn gátu miðað piltinn út frá farsíma hans, þegar hann talaði í hann, og komu til aðstoðar á fjórhjólum. Fjölmennt lið tók þátt í leitinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×