Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tuttugu og fimm ára gömlum manni sem er grunaður um að hafa veitt öðrum manni alvarlegan áverka með öxi á veitingastað í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins. Samkvæmt úrskurði Hæstarétar skal maðurinn jafnframt sæta tveggja daga einangrunarvistar á meðan á varðhaldinu stendur. Gæsuvarðhaldið skal standa allt til 15. október og er þess vænst að dómur verði genginn í máli hans fyrir þann tíma þannig að afplánun taki við af gæsluvarðhaldinu. Myndin er frá veitingastaðnum A. Hansen þar sem árásin átti sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×