Sögð hafa flutt 14 kíló af hassi 12. október 2004 00:01 37 ára kona er ákærð af ríkissaksóknara fyrir innflutning á tæpleg fjórtán kílóum af hassi. 25 ára gamall maður er ákærður fyrir að hafa staðið að, ásamt konunni, að innflutningi á tæpum níu kílóum af hassinu. Hassið var flutt til landsins með tveimur fraktsendingum, bæði með skipi og flugi, í febrúar síðastliðinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saman eru maðurinn og konan ákærð fyrir innflutning á rúmlega 8,6 kílóum af hassi. Þau eru sökuð um að hafa komið fíkniefnunum fyrir í viðarfjölum sem sendar voru ásamt húsgögnum, með Arnarfelli, skipi Samskipa, til Íslands. Maðurinn er síðan sagður hafa tekið á móti efnunum á heimili konunnar og á dvalarstað sínum í Grafarvogi. Lögreglan lagði hald á efnin síðar sama dag. Konan neitar að hafa átt nokkurn þátt í innflutningnum. Þó hafði hún játað þátttöku í innflutningnum hjá lögreglu en segir nú að það hafi hún gert vegna þess hversu stressuð hún og var hversu minnið var lélegt. Maðurinn játar aðeins að hafa komið hassinu fyrir í fjölunum. Hassið sagðist hann hafa fengið hjá manni sem hann vill ekki nefna. Þrátt fyrir að hafa kvittað fyrir móttöku efnisins neitaði hann að hafa haft með það að gera. Eins var hann í sama húsi og efnin þegar lögreglan náði honum og hassinu. Konan er ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi. Hún er sögð hafa falið hassið aftur í viðarfjölum og sent það ásamt húsgögnum í frakt, nú með flugi frá Danmörku. Hún tók á móti hassinu á heimili sínu í Grafarvogi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af því. Hún er grunuð um að hafa selt það sem vantaði upp á. Sjálf játar hún aðeins innflutning á 3,6 kílóum af því sem lögreglan náði. Hún sagðist ekki hafa önnur áform en neyta efnanna sjálf. Hún vildi hins vegar ekki svara dómaranum þegar hún var spurð hversu mikil hassneysla hennar væri. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
37 ára kona er ákærð af ríkissaksóknara fyrir innflutning á tæpleg fjórtán kílóum af hassi. 25 ára gamall maður er ákærður fyrir að hafa staðið að, ásamt konunni, að innflutningi á tæpum níu kílóum af hassinu. Hassið var flutt til landsins með tveimur fraktsendingum, bæði með skipi og flugi, í febrúar síðastliðinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saman eru maðurinn og konan ákærð fyrir innflutning á rúmlega 8,6 kílóum af hassi. Þau eru sökuð um að hafa komið fíkniefnunum fyrir í viðarfjölum sem sendar voru ásamt húsgögnum, með Arnarfelli, skipi Samskipa, til Íslands. Maðurinn er síðan sagður hafa tekið á móti efnunum á heimili konunnar og á dvalarstað sínum í Grafarvogi. Lögreglan lagði hald á efnin síðar sama dag. Konan neitar að hafa átt nokkurn þátt í innflutningnum. Þó hafði hún játað þátttöku í innflutningnum hjá lögreglu en segir nú að það hafi hún gert vegna þess hversu stressuð hún og var hversu minnið var lélegt. Maðurinn játar aðeins að hafa komið hassinu fyrir í fjölunum. Hassið sagðist hann hafa fengið hjá manni sem hann vill ekki nefna. Þrátt fyrir að hafa kvittað fyrir móttöku efnisins neitaði hann að hafa haft með það að gera. Eins var hann í sama húsi og efnin þegar lögreglan náði honum og hassinu. Konan er ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi. Hún er sögð hafa falið hassið aftur í viðarfjölum og sent það ásamt húsgögnum í frakt, nú með flugi frá Danmörku. Hún tók á móti hassinu á heimili sínu í Grafarvogi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af því. Hún er grunuð um að hafa selt það sem vantaði upp á. Sjálf játar hún aðeins innflutning á 3,6 kílóum af því sem lögreglan náði. Hún sagðist ekki hafa önnur áform en neyta efnanna sjálf. Hún vildi hins vegar ekki svara dómaranum þegar hún var spurð hversu mikil hassneysla hennar væri.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira