Vetur á framandi slóðum 21. október 2004 00:01 Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins. Héðan fór hún til Kaupmannahafnar og í dag er hún í einu lengsta flugi ferðarinnar, frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Þaðan er stefnan sett á Sydney í Ástralíu með viðkomu á Balí. Fram undan eru tæpir sjö spennandi mánuðir, þar af fimm í Ástralíu. Áður en hún lagði upp lýsti hún í stórum dráttum tildrögum ferðarinnar og áætlun. "Mig hefur lengi langað til Ástralíu og er búin að vera í tvö til þrjú ár að skoða möguleika á að komast þangað," sagði hún brosandi og sá nú loks drauminn vera að rætast með hjálp danskrar stúdentaferðaskrifstofu, Kilroy Travels. Kostnaðurinn var yfirstíganlegur því allt flug, forfallatrygging og gisting í Singapúr og á Balí kostaði 166 þúsund íslenskar. Frá Ástralíu liggur leiðin til Fídjieyja og síðan Los Angeles. Þaðan verður flogið til Köben og að lokum heim í íslenska vorið. Brynja Dögg er ekki ein á ferð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, því vinkona hennar Guðrún Marta Jóhannsdóttir er með henni. Hins vegar er ekki ljóst hvort Guðrún Marta fer alla leið umhverfis jörðina að þessu sinni því nýtt og áhugavert starf gæti beðið hennar hér á landi í desember. Brynja Dögg kvaðst engar áhyggjur hafa af því þótt hún yrði ein á flakkinu. "Viljinn er það sterkur hjá mér að kvíðinn nær ekkert að yfirbuga hann - ekki enn að minnsta kosti," sagði hún hugrökk. Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins. Héðan fór hún til Kaupmannahafnar og í dag er hún í einu lengsta flugi ferðarinnar, frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Þaðan er stefnan sett á Sydney í Ástralíu með viðkomu á Balí. Fram undan eru tæpir sjö spennandi mánuðir, þar af fimm í Ástralíu. Áður en hún lagði upp lýsti hún í stórum dráttum tildrögum ferðarinnar og áætlun. "Mig hefur lengi langað til Ástralíu og er búin að vera í tvö til þrjú ár að skoða möguleika á að komast þangað," sagði hún brosandi og sá nú loks drauminn vera að rætast með hjálp danskrar stúdentaferðaskrifstofu, Kilroy Travels. Kostnaðurinn var yfirstíganlegur því allt flug, forfallatrygging og gisting í Singapúr og á Balí kostaði 166 þúsund íslenskar. Frá Ástralíu liggur leiðin til Fídjieyja og síðan Los Angeles. Þaðan verður flogið til Köben og að lokum heim í íslenska vorið. Brynja Dögg er ekki ein á ferð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, því vinkona hennar Guðrún Marta Jóhannsdóttir er með henni. Hins vegar er ekki ljóst hvort Guðrún Marta fer alla leið umhverfis jörðina að þessu sinni því nýtt og áhugavert starf gæti beðið hennar hér á landi í desember. Brynja Dögg kvaðst engar áhyggjur hafa af því þótt hún yrði ein á flakkinu. "Viljinn er það sterkur hjá mér að kvíðinn nær ekkert að yfirbuga hann - ekki enn að minnsta kosti," sagði hún hugrökk.
Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira