Létu lúta eikarparketið 3. ágúst 2004 00:01 Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira