Ráðamenn geta ekki gleymt fortíð 19. september 2004 00:01 Íslenskir ráðamenn voru stoltir af stuðningi Íslendinga við stríðið í Írak þegar vel virtist ganga, og því geta þeir ekki nú sagst horfa til framtíðar, aðspurðir um ábyrgð Íslendinga á gangi mála í Írak. Þetta er mat heimspekings sem skoðað hefur siðferðilegar hliðar Íraksstríðsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna viðurkennir að ástandið í Írak fari versnandi. Colin Powell útilokar kosningar miðað við óbreytt ástand. Sömu sögu er að segja af fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Kofi Annan segir að stríðið hafi verið lögbrot. Enn ein skýrsla vopnaeftirlitsmanns staðfestir að gjöreyðingarvopn sé ekki að finna í Írak - og breskir sérfræðingar héldu því sama fram ári fyrir stríð. Forsendur stríðsins í Írak virðast standa veikum fótum. Þegar Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra var spurður um ábyrgð þeirra þjóða sem studdu þetta stríð, svaraði hann Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur á þessa leið: "Ég vil ekkert vera að fjalla frekar um það. Ég tel mikilvægast að horfa nú til framtíðar. Ég held það geti allir verið sammála um það að það þurfi að hjálpa þessari þjóð og það þurfi að hjálpa henni til lýðræðis. Og það geta allir verið sammála um það að það er gott að Saddam Hussein er farinn frá og við eigum ekki að dvelja svona mikið við fortíðina eins og verið er að gera." Ólafur Páll Jónsson, heimsspekingur, segir að íslenskir ráðamenn geti ekki firrað sig ábyrgð á liðnum atburðum, þó að gott sé að horfa til framtíðar. Ekki sé hægt að slá striki yfir liðna atburði, Íslendingar geti það hvorki né afbrotamaður sem kemur fyrir rétt. Hann geti ekki sagt að best sé að horfa bara til framtíðar og gleyma því sem liðið er. Ólafur segir að aðeins sé hægt að bera því fyrir sig að upplýsingar hafi verið rangar ef gengið hafi verið úr skugga um áreiðanleika þeirra upplýsinga. Hann segir að að svo miklu leyti sem íslenskir ráðamenn hrósuðu sér af bandalagi hinna staðföstu þegar vel gekk, eigi þeir einnig að bera ábyrgðina þegar útlitið er neikvætt. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Íslenskir ráðamenn voru stoltir af stuðningi Íslendinga við stríðið í Írak þegar vel virtist ganga, og því geta þeir ekki nú sagst horfa til framtíðar, aðspurðir um ábyrgð Íslendinga á gangi mála í Írak. Þetta er mat heimspekings sem skoðað hefur siðferðilegar hliðar Íraksstríðsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna viðurkennir að ástandið í Írak fari versnandi. Colin Powell útilokar kosningar miðað við óbreytt ástand. Sömu sögu er að segja af fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Kofi Annan segir að stríðið hafi verið lögbrot. Enn ein skýrsla vopnaeftirlitsmanns staðfestir að gjöreyðingarvopn sé ekki að finna í Írak - og breskir sérfræðingar héldu því sama fram ári fyrir stríð. Forsendur stríðsins í Írak virðast standa veikum fótum. Þegar Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra var spurður um ábyrgð þeirra þjóða sem studdu þetta stríð, svaraði hann Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur á þessa leið: "Ég vil ekkert vera að fjalla frekar um það. Ég tel mikilvægast að horfa nú til framtíðar. Ég held það geti allir verið sammála um það að það þurfi að hjálpa þessari þjóð og það þurfi að hjálpa henni til lýðræðis. Og það geta allir verið sammála um það að það er gott að Saddam Hussein er farinn frá og við eigum ekki að dvelja svona mikið við fortíðina eins og verið er að gera." Ólafur Páll Jónsson, heimsspekingur, segir að íslenskir ráðamenn geti ekki firrað sig ábyrgð á liðnum atburðum, þó að gott sé að horfa til framtíðar. Ekki sé hægt að slá striki yfir liðna atburði, Íslendingar geti það hvorki né afbrotamaður sem kemur fyrir rétt. Hann geti ekki sagt að best sé að horfa bara til framtíðar og gleyma því sem liðið er. Ólafur segir að aðeins sé hægt að bera því fyrir sig að upplýsingar hafi verið rangar ef gengið hafi verið úr skugga um áreiðanleika þeirra upplýsinga. Hann segir að að svo miklu leyti sem íslenskir ráðamenn hrósuðu sér af bandalagi hinna staðföstu þegar vel gekk, eigi þeir einnig að bera ábyrgðina þegar útlitið er neikvætt.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira