Fordómar í garð parkinsonsjúkra 19. september 2004 00:01 Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. "Maður er orðinn hundleiður á því að þurfa að segja að maður sé parkinsonsjúklingur," segir Héðinn Waage lærður vélvirki og stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Héðinn hefur barist við sjúkdóm sinn í 20 ár og hefur staðið í fararbroddi við að vekja athygli á málefnum parkinsonsjúkra hér á landi um árabil. Fyrir sex árum fór hann í mikla aðgerð út af sjúkdóminum í Austurríki og varð það meðal annars tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum. Aðgerðin tókst vel, en Héðinn ber þó augljós einkenni sjúkdómsins. Göngulag hans er riðandi og hann á erfitt með tal. Í stuttu máli, þá verða einkennin oft til þess að Héðinn er talinn ofurölvi. Að sögn Héðins er þetta meginorsök þeirra fordóma sem parkinsonsjúklingar þurfa að glíma við. Slíkt getur haft veruleg áhrif í daglegu lífi. "Þetta hefur áhrif, sérstaklega þegar maður hringir eitthvert," segir Héðinn. "Þá fær maður oft þau svör að maður eigi bara að láta renna af sér og hringja síðar." Einnig segir Héðinn að parkinsonsjúklingar mæti oft tortryggni á vínveitingahúsum sökum ástands síns. Héðinn drekkur ekki, en þó hefur honum tvisvar beinlínis verið hent út af vínveitingahúsum vegna grunsemda um ölvun og margoft er honum ekki hleypt inn. Ein meginorsök þess að hann ákvað að hafa samband við fjölmiðla að þessu sinni, til að vekja athygli á þessum vanda, er sú að á dögunum settist Héðinn inn á vínveitingahús í miðbænum síðdegis ásamt vini sínum, sem fékk sér bjórglas. Undir eins fór þó athygli dyravarða að beinast að Héðni og var honum vísað út eftir stutta setu og skipti þá engu máli að Héðinn reyndi að segja viðkomandi dyraverði frá sjúkdómi sínum. Héðinn segir marga parkinsonsjúklinga hafa svipaða sögu að segja. Samtök parkinsonsjúkra íhuga nú, að sögn Héðins, að senda út dreifimiða til dyravarða og annarra til þess að vekja athygli á þessum vanda. "Svo erum við líka með lítið grænt kort, þar sem stendur að við séum parkinsonsjúklingar," segir Héðinn. "En það virkar ekki alltaf." Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. "Maður er orðinn hundleiður á því að þurfa að segja að maður sé parkinsonsjúklingur," segir Héðinn Waage lærður vélvirki og stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Héðinn hefur barist við sjúkdóm sinn í 20 ár og hefur staðið í fararbroddi við að vekja athygli á málefnum parkinsonsjúkra hér á landi um árabil. Fyrir sex árum fór hann í mikla aðgerð út af sjúkdóminum í Austurríki og varð það meðal annars tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum. Aðgerðin tókst vel, en Héðinn ber þó augljós einkenni sjúkdómsins. Göngulag hans er riðandi og hann á erfitt með tal. Í stuttu máli, þá verða einkennin oft til þess að Héðinn er talinn ofurölvi. Að sögn Héðins er þetta meginorsök þeirra fordóma sem parkinsonsjúklingar þurfa að glíma við. Slíkt getur haft veruleg áhrif í daglegu lífi. "Þetta hefur áhrif, sérstaklega þegar maður hringir eitthvert," segir Héðinn. "Þá fær maður oft þau svör að maður eigi bara að láta renna af sér og hringja síðar." Einnig segir Héðinn að parkinsonsjúklingar mæti oft tortryggni á vínveitingahúsum sökum ástands síns. Héðinn drekkur ekki, en þó hefur honum tvisvar beinlínis verið hent út af vínveitingahúsum vegna grunsemda um ölvun og margoft er honum ekki hleypt inn. Ein meginorsök þess að hann ákvað að hafa samband við fjölmiðla að þessu sinni, til að vekja athygli á þessum vanda, er sú að á dögunum settist Héðinn inn á vínveitingahús í miðbænum síðdegis ásamt vini sínum, sem fékk sér bjórglas. Undir eins fór þó athygli dyravarða að beinast að Héðni og var honum vísað út eftir stutta setu og skipti þá engu máli að Héðinn reyndi að segja viðkomandi dyraverði frá sjúkdómi sínum. Héðinn segir marga parkinsonsjúklinga hafa svipaða sögu að segja. Samtök parkinsonsjúkra íhuga nú, að sögn Héðins, að senda út dreifimiða til dyravarða og annarra til þess að vekja athygli á þessum vanda. "Svo erum við líka með lítið grænt kort, þar sem stendur að við séum parkinsonsjúklingar," segir Héðinn. "En það virkar ekki alltaf."
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira