Innlent

Kveikt í fjórum bílum

Kveikt var í fjórum bifreiðum í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og tilraun var gerð til að kveikja í einni til viðbótar. Lögreglunni í Reykjavík og slökkviliði var gert viðvart um eld í bifreið við Reynimel um tvöleytið aðfaranótt miðvikudags. Laust fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um eld í annarri bifreið við Brávallagötu og næstu klukkustund var tilkynnt um eld í tveimur bílum til viðbótar við Reynimel. Allar bifreiðarnar eru mikið skemmdar og líklegast þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. Þá var tilkynnt um tilraun til íkveikju í bifreið við Grenimel. Svo virðist sem kveikt hafi verið í bílunum innan frá en ekki er ljóst hvort brotist hafi verið inn í bílana eða þeir ólæstir.Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögreglan getur enn sem komið er ekki veitt upplýsingar um hvort einn eða fleiri aðilar hafi verið að verki en málið er í rannsókn. Lögreglan minnir alla bílaeigendur á að læsa bifreiðum sínum vandlega



Fleiri fréttir

Sjá meira


×