Línudans um landið 4. ágúst 2004 00:01 Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl. Ferðalög Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl.
Ferðalög Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“