Marianne Faithfull til Íslands 23. júlí 2004 00:01 Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. Sú plata fékk glimrandi dóma gagnrýnanda um allan heim. Á plötunni vottuðu margir yngri tónlistarmenn henni virðingu sína með því að taka með henni lagið. Þar á meðal voru Beck, Damon Albarn, Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, Dave Stewart úr Eurythmics og Jarvis Cocker úr Pulp. Marianne hóf feril sinn sem söngkona árið 1964 með laginu As Tears Go By, sem samið var fyrir hana af Mick Jagger og Keith Richards. Sjálfir tóku Rolling Stones ekki lagið fyrr en ári síðar. Hún og Jagger voru þá elskhugar auk þess sem þau deildu umboðsmanni. Eftir áralanga lægð náði hún að endurvekja feril sinn árið 1979 með breiðskífunni Broken English. Hún náði svo að fylgja þeim vinsældum aðeins fram á níunda áratuginn en féll svo aftur í skuggann eftir nokkrar mislukkaðar plötur. Aftur skaust hún inn á sjónvarsviðið þegar hún söng með Metallica í einu lagi Load. Með nýjustu plötu sinni þykir hún svo hafa náð sér á strik aftur. Einar Bárðason, sem flytur söngkonuna inn á vegum Concert ehf., segir það stefnu fyrirtækisins að flytja inn "eldri og reyndari" tónlistarmenn. Hann segir að búið sé að leigja fyrsta flokks hljóðkerfi sem ætti að sóma sér vel í stóra sal Háskólabíó. Tilkynnt verður um miðasölu síðar. Menning Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. Sú plata fékk glimrandi dóma gagnrýnanda um allan heim. Á plötunni vottuðu margir yngri tónlistarmenn henni virðingu sína með því að taka með henni lagið. Þar á meðal voru Beck, Damon Albarn, Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, Dave Stewart úr Eurythmics og Jarvis Cocker úr Pulp. Marianne hóf feril sinn sem söngkona árið 1964 með laginu As Tears Go By, sem samið var fyrir hana af Mick Jagger og Keith Richards. Sjálfir tóku Rolling Stones ekki lagið fyrr en ári síðar. Hún og Jagger voru þá elskhugar auk þess sem þau deildu umboðsmanni. Eftir áralanga lægð náði hún að endurvekja feril sinn árið 1979 með breiðskífunni Broken English. Hún náði svo að fylgja þeim vinsældum aðeins fram á níunda áratuginn en féll svo aftur í skuggann eftir nokkrar mislukkaðar plötur. Aftur skaust hún inn á sjónvarsviðið þegar hún söng með Metallica í einu lagi Load. Með nýjustu plötu sinni þykir hún svo hafa náð sér á strik aftur. Einar Bárðason, sem flytur söngkonuna inn á vegum Concert ehf., segir það stefnu fyrirtækisins að flytja inn "eldri og reyndari" tónlistarmenn. Hann segir að búið sé að leigja fyrsta flokks hljóðkerfi sem ætti að sóma sér vel í stóra sal Háskólabíó. Tilkynnt verður um miðasölu síðar.
Menning Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira