Vilja engar víggirðingar 26. júlí 2004 00:01 Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira