Innlent

Tvö banaslys

Tvö banaslys urðu undanfarinn hálfan sólarhring. Ekið var á karlmann á Eyrarvegi á Selfossi klukkan sex í morgun og með þeim afleiðingum að hann lést. Ökumaður bifreiðarinanr tilkynnti um slysið. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Þá beið ökumaður jeppabifreiðar bana á sjötta tímanum í gær þegar bíll hans fór fram af snjóhengju í sunnanverðu Vonarskarði og lenti á hvolfi ofan í á. Ökumaðurinn var einn í bílnum, en var í samfloti með þremur öðrum jeppum og voru þeir á leið frá Þúfuveri í Gæsavötn. Fimm björgunarsveitir voru ræstar út um leið og tilkynnt var um slysið til Neyðarlínunnar og fóru björgunarsveitarmenn á átta jeppum til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug með klippur á slysstað til að ná manninum úr bílnum. Hún var komin á staðinn á sjöunda tímanum, en þá var maðurinn látinn. Maðurinn hét Stefán Reynir Ásgeirsson, fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×