Innlent

Stuðningurinn afturkallaður?

Íslensk stjórnvöld munu hugsanlega afturkalla stuðning sinn við stríðið í Írak, að sögn formanns þingflokks Framsóknarflokksins. Aðkoma Íslands að stríðinu í Írak hefur lengi verið umdeild, og ekki allir sáttir við að landið sé á lista yfir hin svokölluðu staðföstu ríki. Í kjölfar uppljóstrana um meðferð fanga í Abu Ghraib fangelsinu nærri Bagdad sem og gangi mála í Írak hafa ítrekað komið fram kröfur um að íslensk stjórnvöld drægju stuðning sinn til baka, en því hefur verið hafnað, þar til í dag. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, var gestur í Silfri Egils í dag og sagði þar að dæmið horfði allt öðruvísi við eftir að í ljós kom að gefnar hefðu verið rangar upplýsingar. Það væri rétt að skoða það að við yrðum tekin af lista hinna staðföstu þjóða. Hvað sem öðru liði ættum við hinsvegar að hjálpa Sameinuðu Þjóðunum í þeim aðgerðum sem stæðu yfir til þess að byggja upp Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×