Þúsundir krafna á skuldseiga 30. júní 2004 00:01 "Það er rétt, að hér safnast upp heilmikið af beiðnum af því að við náum ekki til þessara gerðarþola vegna þess að þeir mæta ekki eða þá að við finnum þá ekki," sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík. Yfir tíu þúsund aðfararbeiðnir liggja nú hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þar sem skuldarar hafa ekki mætt til fyrirtöku, þegar þeir hafa verið boðaðir eða ekki tekist að hafa upp á þeim og reglur leyfa ekki að málum þeirra sé lokið að þeim fjarstöddum. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi, en kröfuhafar sitja eftir með ólokin mál. "Við höfum eðlilega haft af þessu vaxandi áhyggjur, því við höfum ekki önnur úrræði í dag en þau sem við beitum," sagði sýslumaður. Hann kvað embættið hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir dómsmálaráðuneytið. "Við höfum bent á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi er að gera lagabreytingu þannig að það megi gera fleiri fjárnám að gerðarþolum fjarstöddum heldur en gert er í dag. Með því væri hægt að ljúka fjárnámi þótt gerðarþoli mætti ekki hafi honum verið gerð grein fyrir því í boðunarbréfi að það yrði gert. Í öðru lagi að fá aukna aðstoð frá lögreglu. Hún hefur aðstoðað okkur við að færa gerðarþola hingað, en þó í litlum mæli miðað við þörf, þar sem lögreglan hefur ekki tök á að sinna nema ákveðnum fjölda mála ," sagði Rúnar. Hann sagði embættið í þriðja lagi hafa bent á það úrræði að fara oftar í fjárnám úti í bæ og hitta gerðarþola þar fyrir , það er að segja, að ljúka málum með svokölluðum "útifjárnámum. " En vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að sinna því sem skyldi fram til þessa. "Þetta eru atriði sem við höfum óskað eftir að dómsmálaráðuneytið aðstoði okkur við að bæta úr," sagði Rúnar, "og eftir fregnum sem ég hef þaðan er verið að skoða þetta mál þar. Við vonumst til að við fáum einhverjar úrbætur. Þetta lendir fyrst og fremst á kröfuhöfunum, en vissulega finnst okkur jafnframt leitt að geta ekki sinnt beiðnum þeirra eins og vert væri og okkur ber skylda til lögum samkvæmt." Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
"Það er rétt, að hér safnast upp heilmikið af beiðnum af því að við náum ekki til þessara gerðarþola vegna þess að þeir mæta ekki eða þá að við finnum þá ekki," sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík. Yfir tíu þúsund aðfararbeiðnir liggja nú hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þar sem skuldarar hafa ekki mætt til fyrirtöku, þegar þeir hafa verið boðaðir eða ekki tekist að hafa upp á þeim og reglur leyfa ekki að málum þeirra sé lokið að þeim fjarstöddum. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi, en kröfuhafar sitja eftir með ólokin mál. "Við höfum eðlilega haft af þessu vaxandi áhyggjur, því við höfum ekki önnur úrræði í dag en þau sem við beitum," sagði sýslumaður. Hann kvað embættið hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir dómsmálaráðuneytið. "Við höfum bent á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi er að gera lagabreytingu þannig að það megi gera fleiri fjárnám að gerðarþolum fjarstöddum heldur en gert er í dag. Með því væri hægt að ljúka fjárnámi þótt gerðarþoli mætti ekki hafi honum verið gerð grein fyrir því í boðunarbréfi að það yrði gert. Í öðru lagi að fá aukna aðstoð frá lögreglu. Hún hefur aðstoðað okkur við að færa gerðarþola hingað, en þó í litlum mæli miðað við þörf, þar sem lögreglan hefur ekki tök á að sinna nema ákveðnum fjölda mála ," sagði Rúnar. Hann sagði embættið í þriðja lagi hafa bent á það úrræði að fara oftar í fjárnám úti í bæ og hitta gerðarþola þar fyrir , það er að segja, að ljúka málum með svokölluðum "útifjárnámum. " En vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að sinna því sem skyldi fram til þessa. "Þetta eru atriði sem við höfum óskað eftir að dómsmálaráðuneytið aðstoði okkur við að bæta úr," sagði Rúnar, "og eftir fregnum sem ég hef þaðan er verið að skoða þetta mál þar. Við vonumst til að við fáum einhverjar úrbætur. Þetta lendir fyrst og fremst á kröfuhöfunum, en vissulega finnst okkur jafnframt leitt að geta ekki sinnt beiðnum þeirra eins og vert væri og okkur ber skylda til lögum samkvæmt."
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira