Innlent

Sameining felld í Fljótsdalshreppi

Íbúar Fljótsdalshrepps felldu naumlega tillögu um sameiningu við Austur-Hérað, Fellahrepp og Norður-Hérað. Sameiningin var samþykkt í hinum hreppunum þremur. Á kjörskrá í Fljótsdalshreppi voru 66. Já sögðu 23, nei sögðu 36 og auðir og ógildir seðlar voru 4. Sameiningin var því felld þar. Á kjörskrá í Austur-Héraði voru 1.553. Já sögðu 892, nei sögðu 165 og auðir og ógildir seðlar voru 48. Í Fellahreppi voru 316 á kjörskrá. 151 sagði já við sameiningu, 100 sögðu nei og 3 seðlar voru auðir. Og í Norður-Héraði voru 217 á kjörskrá. 97 samþykktu sameiningu en 87 sögðu nei. Auðir seðlar voru 3. Samkvæmt þessu munu Fellahreppur, Austur-Hérað og Norður-Hérað sameinast  í eitt sveitarfélag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×